LOTR:FOTR fór eins og vonast var til á toppinn í USA, þessa vikuna. En þó fannst mér heildartökurnar yfir vikuna dræmar, aðeins 73,1m. Mig minnir að Harry Potter hafi grætt fjandi meira, en voru ekki bíóhúsin lokuð á aðfangadag í USA?????? Aðrar myndir sem komust á topp10 voru meðal annars The Majestic, ný mynd með Jim Carrey ( í alvarlegu hlutverki ) fór beint upp í 8.sæti. The Majestic hefur verið að fá mjög lélega dóma, aðeins 33% á Rotten Tomatoes. Í öðrum hlutverkum eru m.a. Martin Landau, Laurie Holden og Allen Garfield. Leikstjóri myndarinnar er Frank Darabont sem hefur leikstýrt fangadrömunum The Green Mile, og The Shawshank Redemption. Aðrar nýjar eru Jimmy Neutron: Boy Genius, teiknimynd sem hefur fengið ágætis dóma. Svo í 5.sæti er hálvarleg drama með Jackie Chan… How High uppdópuð grínmynd með skrítnasta söguþráði allra tíma. Tveir gaurar, Silas ( Method Man ) og Jamal ( Redman ) reykja sig inn í Háskóla og verða voða snjallir af öllu pottinu, en þegar birgðir þeirra eru búnar, þurfa þeir að fara í skóla án vina þeirra, Super Mary Jane! Ekki veit ég hvernig þeir bregðast við! Flestir gagnrýnendur vara við myndinni, en ALLIR ( þó ekki milljónir ) sem hafa skrifað um hana á IMDB eru að fíla hana. En who gives a flying fuck?