Mig vantar hjálp. Ég er að reyna að átta mig á nafni á einni kvikmynd sem ég sá fyrir nokkrum árum, á stöð 1 eða 2 ef það hjálpar einhverjum [líklega ekki].

Mig minnir rosalega að Michelle Pfieffer hafði leikið í henni.

Hún var um konu sem fór með eiginmanni sínum [sem var mjög ríkur] í bát og þau ætluðu að vera einn dag á bátnum. Þegar það var komið kvöld og þau voru einhvers staðar lengst úti á sjó vaknar konan og sér fullt af blóði á gólfinu og stigunum sem leyddu upp á þilfar. Hún fattar líka að eiginmaður hennar er farinn. Lögreglan er komin á staðinn og hún byrjar eitthvað að öskra “aaa my husband is missing” og eitthvað annað ensku rugl.

Hún verður svo handtekin en seinna í myndinni fattast það að eiginmaður hennar sé lifandi og hafi bara gert þetta svo að hún myndi fá allar tryggingarnar, hann bjóst aldrei við að það yrði litið á hana sem sökudólg. Hún verður mjög pirruð. Í fangelsinu talar hún við vinkonu sína sem segir henni frá lögum sem segja að ef maður fremur morð, þá er ekki hægt að vera dæmdur aftur fyrir morðið á sama einstaklingnum [common sence].


Hún ákveður þess vegna, þegar hún sleppur úr fangelsi, að fara með einhverjum manni til Spánar, minnir mig, að finna eiginmann sinn og drepa hann.

Ég held að myndin endi á því að þau eru uppí hótelherbergi mannsins og hún er einhvað að skjóta manninn og hann verður fyrir skoti og svo stendur hún yfir honum þegar hann kemur svona [eins og er sagt í Scream][One last scare dótið] og hrekkur upp. Þá skýtur hún hann aftur og kemur með eitthverja CSI: Miami setningu.



?
Járkall Z, það er flott, sérstaklega