Það er með ólíkindum hve vönduð þessi mynd er. Leikur afbragð, svið og umgjörð fullkomið, tónlist dásamleg. Hér er bókstaflega allt eins gott og framast má verða, nema eitt. Efni myndarinnar er bull. Þetta hefur svo sem viljað loða við Stefán Kóng. Fyrst kemur afburða mynd á borð við Misery, þá ömurleg mynd um djöfulinn, síðan ein af bestu myndum aldarinnar The Shawshank Redemption, og nú þessi. Það má með sanni segja að sögur hans eru annað hvort í ökkla eða eyra. Einna best er þessi mynd fyrir þá sök, að vondukallarnir eru hér sérlega vel útfærðir, þér Doug Hutcison (Percy Wetmore) og Sam Rockwell (William “Wild Bill” Wharton. Takk fyrir mig.