Walk Hard: The Dewey Cox Story fjallar um Dewey Cox og hvernig líf hans þróast. Sem ungur strákur sker hann bróður sinn af slysni í tvennt með sveðju. Dewey eldist og verður seinna meir frægur tónlistar maður en á alltaf í einhverju basli með eiginkonu sína og tónlistarfélaga.

Mér fannst þetta mynd engan veginn nógu fyndin, held ég hafi ekki hlegið einu sinni eftir hlé. Hún byrjaði svosem ágætlega þar sem Dewey var lítill, leikið af Conner Rayburn. Svo var það John C. Reilly sem lék stóra Dewey, alls ekki nógu fyndinn. Hefði frekar viljað sjá Will Ferrel í hans stað, myndin hefði orðið mun fyndnari, en samt sem áður léleg. Gef henni 5 á IMDB.