Ég er búin að eiga þennan ágæta og hræódýra spilar í ca. eitt og hálft ár og hann hefur alltaf spilað allt eins og engill þar til um daginn. Ég var að spila disk - allt í fína - setti svo annan í - og skyndilega voru komnar tvær myndir á skjáinn. Núna get ég s.s. bara horft á efni í spilaranum ef ég sætti mig við að hafa tvær samaþjappaðar myndir í gangi í einu.

Kannast einhver við þetta vandamál? Þetta er ekki sjónvarpinu að kenna - ég er búin að prófa aðra dvd spilara - og einnig skipta um scart tengi.

Ég geri mér grein fyrir að kannski sé ekki meira líf í honum en þetta en hann hefur þjónað mér það vel að ég vil síður fara að henda honum nema reyna að laga þetta. Að öllu öðru leiti er allt í lagi með hann.

Bætt við 1. febrúar 2008 - 09:02
Nevermind - búin að laga
——————