Þá er hin árlega franska kvikmyndahátíð hafin og eftirfarandi myndir eru til sýnis:

Persepolis

Þessi mynd hefur vakið mikla athygli út um allan heim en hún er fjallar um íranska stúlku sem við fylgjumst með alast upp. Þessi mynd er mjög stýlisk en hún er byggð á graffískri myndasögu eftir Marjane Satrapi.


Moliére

Þessi mynd segir frá Moliére árið 1658, þar sem hann vinnur í París sem leikskáld og hefur nýlega fengið sitt eigið leikhús í gjöf frá konunginum. Síðan sér maður í fortíð hans og sögu.


Lögmaður Hryðjuverkanna-Avocat de la terreur, L'

Nýjasta myndin hans Barbet Schroeder er heimildarmynd um einn umdeildasta lögfræðing heimsins sem varði nasistann Klaus Barbie og aðra óvinsæla einstaklinga.


Lofaðu Mér-Promets Moi

Íslandsvinurinn Emir Kusturica sendir hér frá sér mynd um gamlan mann sem borgar ferð fyrir son sinn í bæinn til að láta hann finna sér eiginkonu.


Helvíti-L'enfer

Mynd um þrjár systur sem deila minningu um hræðilegt atvik sem átti sér stað í barnæsku þeirra og hittast til að jafna sig á þeim harmleik.


Breytt Heimilisfang-Changement D'Adresse

Rómantísk gamanmynd um David sem er nýlega sestur að í París og verður óskaplega ástfanginn af ungri námsmeyju sinni, Júlíu.


Í köðlunum-Dans Les Cordes

Joseph sér um franskt hnefaleikjafélag, þar sem hann æfir dóttur sína og bróðurdóttur frá unga aldri. Að kvöldi lokaleiks Bikarkeppni Frakklands mun sigur annarrar og ósigur hinnar leggja í hættu jafnvægi þessara þriggja einstaklinga.


Serko

Mögnuð heimildamynd um merkasta afrek allra tíma í reiðmennsku. Dimitri og hesturinn hans Serko ferðuðust níu þúsund kílómetra á innan við 200 dögum, frá bökkum fljótsins Amour til Sankti-Pétursborgar.


Síðasti Geðsjúklingurinn-Le Dernier Des Fous

Martin er 11 ára, býr á sveitabæ foreldra sinna og fylgist hjálparlaus með fjölskyldunni sinni splundrast.


Vonbrigði-Douches Froides

Mickael, sem er 17 ára, er fyrirliði í júdoliði og er að undirbúa sig fyrir stúdentsprófið. Lífið væri fullkomið ef ekki væri fyrir þrálát fjárhagsvandamál fjölskyldunnar. Clément er nýkominn og faðir hans er orðinn einn helsti bakhjarl liðsins. Mickael þarf skyndilega að standa frammi fyrir óvæntri freistingu; að deila kærustu sinni með Clément.


Tveir Dagar Í París-Deux jours à Paris

Nýjasta myndin hennar Julie Delpy í anda Before Sunset og Before Sunrise myndanna. Myndin fjallar um Marion og Jack sem fara til Parísar til að kynda undir samband þeirra en þar hitta þau foreldra hennar og nokkra fyrrverandi kærasta. Þessari mynd hefur verið líkt við Annie Hall.

Ég bjó til þennan þráð vegna þess að þetta eru svo andskoti margar myndir að þær myndu taka allt plássið á /kvikmyndir forsíðunni. Vonandi er hún nóg til að skapa umræðu og fræðslu um þessar myndir.

Hvernig finnst ykkur þessar myndir?