Heima með Sigur Rós. Reyndar, þá hef ég aldrei gefist upp á kvikmynd jafn fljótt og þessari, meikaði bara kortér eða svo. Kannski er ég bara vitlaus og menningarsnauð þar sem ég hef ekki heyrt neinn tala illa um þessa mynd áður en mér hefur aldrei leiðst svona mikið yfir kortéri á bíómynd, og ég er asskoti þolinmóð! En svo er ég enginn gallharður Sigur Rós-aðdáandi og hlusta bara á einstaka lög, kannski það hafi eitthvað að segja. Svo, þarftu að vera gallharður aðdáandi til að fíla þessa mynd?
Kannski var ég of fljót að dæma en ef þetta verður svona: “landslag, Sigur Rós að spila, Sigur Rós að tala, landslag, Sigur Rós að tala, þeir að spila” út alla myndina þá getið þið bara gleymt því!
Svo, þið sem hafið séð myndina, er ég of fljót að dæma eða er það bara enginn möguleiki að ég fíli restina fyrst mér var svona illa við byrjunina (as in, er hún öll í þessum dúr)?
I'm not suffering from insanity, I'm enjoying every minute of it.