Sjálfstætt framhald fyrri myndarinnar.

18 blaðsíður úr dagbók John Wilkes Booth hafa aldrei fundist. Þegar Ben Gates (Nicolas Cage) er að flytja fyrirlestur um Booth stendur maður upp í salnum og sýnir honum eina af týndu blaðsíðunum.

Það vill svo til að Booth minnist á langafa Ben á þessari blaðsíðu. Nú þarf Ben að komast að því hvort langafi hans hafi átt þátt í dauða Abraham Lincoln. Hann fréttir af leyndum bókum sem geyma meiri upplýsingar, en til þess að komast í bækurnar þarf hann að brjótast inn í Buckingham Palace og Hvíta húsið. Nægir honum að sjá leynibók forseta Bandaríkjanna sem hefur að geyma sannleikann á bak við dauða JFK, Watergate málið og Svæði 51 eða þarf hann að ganga enn lengra?

Þetta er æsispennandi mynd sem er drekkhlaðin áhugaverðum samsæriskenningum um fræga atburði sögunnar.

Leikstjóri: Jon Turteltaub
Handrit: Cormac Wibberley
Aðalhlutverk: Nicolas Cage, Helen Mirren, Diane Kruger, Jon Voight, Harvey Keitel & Ed Harris