Stelpumynd sem fáir nenna að fara á í bíó en kannski myndast einhver stelpu umræða hérna.

Ævintýrið um Mjallhvíti er komið í nýjan búning. Sydney er sæt, ung stúlka sem ákveður að feta í fótspor látinnar móður sinnar og sækir um að komast í sama skólastelpuklúbb og móðir hennar var í á sínum yngri árum.

Sydney kemst fljótt að því að stelpuklúbburinn hefur breyst til hins verra í gegnum árin og vingast við sjö óvinsæla nemendur. Saman tekst þeim að lækka rostann í sjálfskipaðri drottningu skólans og bæta samskipti nemendanna.

Hugljúf og fyndin mynd sem tekst að sýna fram á að öll dýrin í skóginum geti verið vinir.

Leikstjóri: Joe Nussbaum,
Handrit: Chad Gomez Creasey
Aðalhlutverk: Amanda Bynes, Sara Paxton, Matt Long, Jack Carpenter, Jeremy Howard & John Schneide