Veit að þetta er ekki ný mynd en það er enginn þráður um hana á þessum korkaflokk.

Bjólfskviða er meira en þúsund ára gömul og fjallar um hetjuna Bjólf sem berst við skrímsli og skúrka í Danmörku og Svíþjóð. Myndin byggir á þessari frægu sögu og ekki síðri menn en Neil Gaiman (handritshöfundur að Stardust) og Roger Avary (handritshöfundur að Silent Hill og The Rules of Attraction) unnu að handritinu.

Í myndinni berst Bjólfur (Ray Winstone) við skrímslið Grendel (Crispin Glover) sem hrellir þegna Hrothgars (Anthony Hopkins). Bjólfur er ekki fyrr búinn að sigrast á kvikindinu þegar hann þarf að takast á við illvíga og morðóða móður Grendels (Angelina Jolie). Það er þess vegna mikið barist í myndinni, en bardagaatriðin eru í einu orði sagt stórfengleg. Það sama mætti segja um grafíkina í heild sinni vegna þess að myndin er unnin sem teiknimynd í þrívídd. Úrvinnsla myndarinnar er í alla staði til fyrirmyndar og kemur þess vegna lítið á óvart að hún skuli hafa ratað beinustu leið í fyrsta sætið á listanum yfir vinsælustu myndir í Bandaríkjunum og Kanada helgina sem hún var frumsýnd þar.

Leikstjóri: Robert Zemeckis
Handrit: Neil Gaiman & Roger Avary
Aðalhlutverk: Ray Winstone, Anthony Hopkins, John Malkovich, Robin Wright, Brendan Gleeson & Crispin Glove