The Golden Compass er rándýrt verkefni með Nicole Kidman, Daniel Craig og Dakota Blue Richards í aðalhlitverkum en þrátt fyrir að heill hellingur af peningum hafi verið lagt í þetta skilaði myndin ekki nema 26 milljónum dala í kassann fyrstu helgina meðan heildarkostnaður, framleiðsla og markaðsherferð, var vel yfir 200 milljónir dala. Hollywood-hvalirnir sem standa á bakvið myndina þurftu þó ekki að örvænta því myndin stóð undir væntingum erlendis og er víst komin í yfir 140 milljónir dala í heildina.

Hvað um það, þetta er epískt ævintýri byggt á bókum Philip's Pullman og gerist í svona “parallel universe” eða heim sem er til við hliðina á okkar heim. Í þessum heimi geymist sál mannfólksins inní dýri sem hver og einn dregur á eftir sér. Hljómar skringilega en þetta virkar þannig að hver og einn er með eins konar gæludýr, það gæti verið ugla, snákur, api, og í þessu dýri er sál eigandans. Ef að dýrið deyr þá deyr manneskjan. Ég sá þessa mynd um daginn en var greinilega ekki nógu einbeittur við áhorfið því ég man svona ógreinilega eftir henni, það var eitthvað um “ryk”, sem er víst galdraefni, og ísbirni að berjast. Ég hélt að ég ætti bara að slökkva á heilanum og horfa en það er víst ekki þannig, það er fullt af drasli á bakvið þetta.

En hvað segir þú um The Golden Compass?

Trailer: http://topp5.is/?sida=biobrot&id=542