Hér er á ferðinni dularfullur framtíðarspennutryllir með Will Smith í aðalhlutverki. Smith leikur “Robert Neville, a brilliant scientist” (reynið að segja þetta án þess að flissa) en hann lendir í því að verða síðasti maður jarðar.. eða svona næstum því. Þetta hefst allt á því að mannskæð veira drepur nær alla íbúa New York-borgar en breytir öðrum í einhverja blóðþyrsta uppvakninga eða álíka og þarf Will Smith þá líklegast að kljást við þessa andskota.

Myndin halaði inn hvorki meira né minna en 77,2 milljónir Bandaríkjadala á sinni fyrstu helgi og setti þar með met fyrir stærstu helgaropnun í Desembermánuði en fyrra metið átti LOTR 3 með 72,6 milljónir dala.

Þetta á að vera áhugaverð mynd, það væri gaman að heyra álit á henni.

Trailerinn:

http://topp5.is/?sida=biobrot&id=554