Tölfræði nóvembermánaðar var að detta inn:

Kvikmyndir voru í 18. sæti með 69,573 flettingar eða 1,44% heildarflettinga í nóvember.

Svo ég gefi nú efstu 3 þá er forsíðan að sjálfsögðu alltaf efst, ef áhugamál skildi kalla, með 664,101 flettingar sem eru 13,77% flettinga.

Kynlíf er í öðru sæti með 263,407 flettingar eða 5,46%.

Í þriðja sæti er síðan Half-Life 252,893 flettingar, 5,24%.


Það væri nú gaman að komast í topp10 en samkeppnin þar er samt alveg gríðarlega hörð, það verða margar greinar að koma inn í nóvember ef að það á að hafast. Hjól eru í 10. sæti með 166 þúsund flettingar svo það er langur vegur fyrir höndum. Spurning að hafa einhverja jólamynda-greinasamkeppni hérna í desember ef að nógu margir fást til að skrifa grein. Hverjir eru til?