Ég var bara svona að spá. FM 95.7 voru með lokaða sýningu á kvikmyndina Captivity sem auglýst var viðbjóðslegasta mynd sem komið hefur í bíó og að SAW myndirnar væru bara ekki neitt við hliðiná þessari mynd.

Mig langaði til að forvitnast um það hjá þeim sem fóru á þessa sýningu eða hafið séð myndina hvernig ykkur fannst hún.

Ég á þessa mynd á DVD og átti alveg á meðan þeir voru að auglýsa þessa mynd en ég vissi samt ekki af því að þetta væri viðkomandi myndin því ég fór ekki á sýninguna og átti bara eintakið til sem ég fékk sent erlendis frá. Ég á eftir að horfa á myndina og ætla að fara að finna tíma til þess að horfa á hana. Ég stalst samt til þess að kíkja aðeins á hana og skipti um kafla til þess að leita að einhverju ógeðslegu og jú mikið rétt.. eitt atriðið sem ég amk horfði á fékk mig til þess að æla næstum. Viðbjóður. Sko þá er ég ekki að tala um að ég hafi rekist á bregðuatriði heldur rakst ég bara á hreinræktaðan viðbjóð.

Hafið þið séð þessa mynd?
Hún kemur ekki í bíó í almenna sýningu. Eins og ég segi, ég var lengi að pæla í því hvaða mynd þetta var þegar þeir á fm voru að auglýsa þetta.. átti þessa mynd til uppí hillu á DVD og vissi ekki að þetta væri hún.
Cinemeccanica