Í gærkvöldi í kringum átta gekk ég inn í bíósalinn í Smárabíó með hvað skal sagt miklar væntingar. Í kringum hálfníu byrjaði svo myndin eftir langa bið. Eiginlega það eina sem ég sá við þessa mynd var bara að ein eða tvær leikkonur voru ekki alveg nógu góðar í sínu hlutverki sem var ekki stór galli, og það að nafnið á hringberanum kom ekki nógu oft fram (sem er ekki gott fyrir fólk sem hefur ekki lesið bækurnar) en að öllu öðru leiti SNILLD, SNILLD og aftur SNILLD. Mæli með henni, farðu á hana,farðu á hana, farðu á hana um leið og hún er sýnd aftur.