Er það bara ég eða leikur George Clooney aðeins í myndum sem eru hægar og drepleiðinlegar en samt ‘'ótrúlega góðar’'? Ég meina svona myndir sem sumir horfa á og segja síðan ‘'vá ég náði ekki einu sinni um hvað þessi mynd snérist um…þvílík snilld!’'
Ég var nefnilega á ‘'Michael Clayton’' áðan og eftir myndina vöknuðu þessar pælingar, þótt sjálf myndin hafi verið alveg áhorfanleg(þrátt fyrir að ég hafi aðeins verið byrjaður að iða í sætinu). Ætli ég sé þá ekki að tala um myndir eins Solaris(wtf?), Good Night, and Good Luck(drepleiðinleg) og The good German. En hvað veit ég um gæði mynda, ég er bara ekki nógu gáfaður til að skilja þær…