ég veit að ég hef spurt áður að þessu, en kannski hefur orðið einhver þróun í þessum málum hér á landi, eða kannski sér þetta núna einhver sem veit meira…

ég tel mig hafa ágætan áhuga á dvd, og hef ég leitað víða hér á landi að almennilegum dvd hillum, en virðist aldrei finna neitt. allir virðast eiga þessar hillur frá ikea sem eru 20cm á breidd. Ég hinsvegar er að tala um eitthvað töluvert breiðara, kannski meter á breidd.

endilega látið vita ef þið hafið séð eitthvað þannig hér á landi.