Ég var að tala við minn heitt elskaða um daginn þegar hann fór að tala um eitthvað atriði í myndinni The Sixth Sense og ég bað hann um að hætta því ég hef ekki séð þessa mynd. Hann var orðlaus…
Málið er að ég er frekar lúnkin við að missa af alveg prýðismyndum líkt og Unbreakable, Moulin Rouge, Sixth Sense, Phsyco, Birds, Nightmare On Elmstreet (allar myndirnar), Enemy At The Gates og alveg fullt fullt af fleiru góðu myndefni sem ég man ekki hvað heitir. Ég nenni ekki að horfa á allar þessa myndir, ekki séns!

Mælið þið með einhverjum sérstökum?
Látið ljós ykkar skína!