Í ár koma fimm myndir til greina sem framlag Íslands til Óskarsverðlaunanna 2007. Myndirnar eru Mýrin, köld slóð, Foreldrar, Astrópía og Veðramót.

Mín skoðun er sú að senda Mýrina. Ég hef séð þær allar nema Veðramót og ég verð að segja að Mýrin er best af þeim myndum. Einnig hefur hún sópað til sín verðlaunum hér á landi og erlendis. Það ætti að boða gott.

Hinsvegar hefur Veðramót líka fengið afskaplega góða dóma allsstaðar og er leikurinn sérstaklega góður þar. Foreldrar kemur síðan að sjálfsögðu líka til greina… en ég held mig við Mýrina. Ég legg allt mitt traust til hennar.

Hvaða mynd finnst ykkur líklegast að muni vinna Óskarinn fyrir Íslendinga 3. skiptið?

Bætt við 27. september 2007 - 18:35
“fá tilnefningu” meinti ég auvitað en ekki “vinna”. Íslendingar hafa aldrei unnið Óskarinn eins og peturp benti mér á.
Veni, vidi, vici!