mín skoðun

Ég var núna að koma af þessari Veðramóts mynd og ég var með alveg ágætis væntingar fyrir henni en núna eftir að hafa horft á hana þá skil ég bara ekki neitt. Ég er búinn að sjá fullt af góðum dómum um hana og fólk er að lofsama hana um allt internetið. En ég hinsvegar sá ekkert jákvætt við þessa mynd. Handritið er hræðilega illa skrifað, þessi mynd bíður örugglega uppá leiðinlegustu og innihaldslausustu samtöl sem ég hef séð í íslenskri kvikmynd.

Það er heldur eiginlega enginn söguþráður, og svo loksins þegar eitthvað gerist þá gerist það en síðan endar það áður en maður smellir fingri. Og sumt sem maður vildi vita fær maður ekki svör við. Byrjunin og endirinn var t.d. algjör þvættingur.

Mig er farið að kvíða fyrir því að sjá næstu íslensku mynd, eftir að hafa séð Astrópíu og Veðramót báðar í röð.

Ykkur sem fannst Veðramót góð mynd, hvað var það sem var gott við hana ?