Sælir hugarar.

Núna hef ég verið að skrifa greinar á hryllingsmyndagagnrýnina í nokkrun tíma og það leiðinlegasta sem mér finnst við að skrifa greinar er þegar nákvæmlega engin viðbrögð verða við því sem maður skrifar. Það fer rosalega í taugarnar á mér þegar fólk fera að skammast út í stafsetninguna mína því það er lítið sem ég get gert í henni vegna lesblindunnar en viðbröðg sem ég fæ frá ykkur vegna greinnan eru svo skelfilega lítið að það liggur við að ég vona að einhver fari að dissa stafsetninguna bara til að sjá einhver viðbrögð.

Nú hryllingsmyndir eru eitt af uppáhalds myndunum mínum og það er nánast sama hvernig hryllingsmynd það er, hvort sem það eru miklir peningar í henni eða litlir og því þegar ég byrjaði með þetta þá hafði ég hugsað mér þetta svona sem auglýsing á óþekktar hryllingsmyndir sem eru fannta góðar en fáir hafa heyrt um. En eftir því sem hefur liðið á þetta og minni og minni viðbrög koma við bíómyndunum sem ég skrifa um því minni áhuga hef ég á að skrifa hérna þar sem ég er meira og minna að hugsa um þetta fyrir ykkur.

Ég get alveg skemmt mér við þessar óþekktar myndir án þess að fara svo strax á netið eftir á til að skrifa um þær. Get þess vegna frekar farið á imdb.com og tekið þátt í heilalausum umræðum sem súnast um ekki neitt en eiga á einhver óskiljanlegan hátt að tengjast myndinni.

En ég er ekki alveg tilbúinn að gefast upp á þessu strax þó svo að ég hef verið ógurlega latur við að skrifa inn greinar upp á síðkastið. Svo mig langað að byðja ykkur um hugmyndir um hvernig ég get bæt úr þessu svo þetta henti ykkur betur og þið sínið þessu meiri áhuga.

Vona að þið hafið einhverjar góðar hugmyndir um hvernig er hægt að bæta þetta svo fleiri taki þátt hryllingsmyndaumræðunum hérna. Ég er tilbúinn að skrifa en þið þurfið þá að sýna mér að þið hafi áhuga á því sem ég skrifa. :)
Helgi Pálsson