Ég fékk þessa hugmynd í janúar ásamt notendanum sarith en það er ekki fyrr en núna sem ég nenni að skrifa og segja frá þessari hugmynd minni en notandinn THT3000 var einmitt með nákvæmlega eins hugmynd í korknum fyrir neðan sem nefnist “spurningar” og ég vona að hann fái sem flest svör.
En allavega mín hugmynd var að hafa hryllingmynda áhugamál undir kvikmyndir þar sem þetta er svo rosalega vinsælt genre og margir sem hafa mikinn áhuga á þannig kvikmyndum. Væri gaman að hafa kannanir og greinar og korka, spurt og svarað, væntanlegar (hryllings)myndir, klassískar/gamlar (hryllins)myndir og svo auðvitað (ljós)myndir og trailerar og brot úr ýmsum hryllingsmyndum.
Hugsanlega þyrfti að vera aldurstakmark t.d. 14 eða 12 ára.
En þökk sé THT3000(ég er núna að herma eftir honum :P) þá er auðvitað tilvalið að hafa aðrar genre líka td. gaman, drama ofl.
En mig langar að vita hvort að fleiri séu sammála þessari hugmynd? Ég er nefnilega(eins og áður hefur komið fram) rosalega,rosalega spenntur fyrir hryllingsmynda áhugamáli en ég veit hvernig ég að biðja og sannfæra stjórnendur með þessu.
Dr.Haha og co. voru með hugmynd að fá fantasiu bókmennta áhugamál og söfnuðu undirskriftum og það tókst, þannig því ætti ekki að takast að hafa kvikmynda genre?