Ég keypti mér Die Hard 2 í Elko um daginn og var að horfa á hana. Vanalega trufla lélegar þýðingar á textanum mig ekki en þetta var OF!
Dæmi um það sem maður varð vitni af:
Fokk jú
Fokkíng
Djís
Djók
Bastard
Kód
Yo
Og engin þýðing þegar töluð er útlenska með enskum texta.
Eftir 25 min. gafst ég upp og skipti yfir í ensaknn texta.

Þetta var OF.

Bætt við 30. júní 2007 - 11:15
Svo var líka:

Komment

Hold on = Ég hringi í þig aftur.
The 90s = 20. árgangurinn… minnir mig.

Og allir kvikmyndatitlar og bókatitlar voru bara skrifaðir á ensku með gæsalöppum í kringum.

Og ég minni á að þetta kom allt á 25 min. og mestan tíman var ég ekki að fylgjast með textanum.