Ég sendi grein áðan sem var hafnað. Sem er gott og blessað. Ég varð að fá að tjá mig um þá svörun sem seinasta grein mín fékk. Í fyrsta lagi er ég ekki stigahóra(er með 135 stig,ef einhverjum kemur það við). Tilgangur með áhugamálum inn á huga er að fólk geta rætt saman við aðra um áhugamálið sitt. Það er greinilegt að sumir eru á allt annari skoðun. Ekki er ég að fara inn á önnur áhugamál og drulla yfir greinar í t.d. mótorsporti. Ég fór að senda inn greinar um dvd útgáfur,fyrir aðra með sama áhugamál og ég. Kannski er það nördalegt í augum sumra, þeir hafa sína persónulegu skoðun. Þeir sem ekki líkar það,geta í skjóli nafnleyndar drullað yfir mig og áhugamálið mitt. Mér finnst það svolítið to much. Ef einhverjum finnst gaman, fróðlegt og geta nýtt sér að lesa þessar greinar, held ég áfram að senda inn. Eins og svörin voru á síðustu er lítið sem hvetur mig að reyna áfram að gera eitthvað gott fyrir þetta áhugamál. Ég er ekki vondur eða sár. Ég er hissa á þessum svörum. Hélt að ég væri að viðra skoðanir mínar fyrir aðra sem hafa sama áhugamál og ég en…. greinilega er að einhverjum finnst það ekki gott að senda inn greinar á dvd um dvd.