Ég legg til að við mótmælum því að Grindhouse sé skipt. Ekkert svona “Já mótmælum… förum að horfa á imbann…” heldur alvöru mótmæli! Fá einhverja til að stjórna mótmælunum. Kannski stjórnendur eða þá stærstu og virtustu á íslenskum kvimyndasíðum - huga og öðrum. Og koma með slagorð til að mótmæla og fá fólk til að setja í nafnið sitt á msn og í undriskriftir á síðum. Svo gætum við jafnvel hengt upp skilti fyrir framan bíóhús þar sem við úitskýrum hvers vegna þessu skal breytt aftur (ef það er ekki ólöglegt það er.)
Svo skilst mér að fólk ætli að kvarta í bíóhúsin (líklega í gegnum síma) og auðvitað gerum við það líka, right?
Þetta er ekki bara morð á einni/tveimur myndum heldur glæpur gegn kvikmyndum í heildina!
Hverjir eru til? Hverjir bjóða sig fram? Hverjir eru með slagorð? HVJERIR?!?!

Bætt við 5. apríl 2007 - 19:13
OK það eru margir til. En það vantar línu til að setja í undriskriftir og msn og sjitt. Líka einhvern/hverja sem treystir/sta sér til að stjórna þessu.