Ég ætlaði bara að benda fólki á þá ákvörðun einhverja rugludalla hér á Íslandi að skipta Grindhouse kvikmyndinni þeirra Quentin Tarantino og Robert Rodriguez í tvo sitthvora hluta, sem verða frumsýndir með u.þ.b. tveggja mánaða millibili.

Sumsé, að þetta verður ekkert Grindhouse heldur bara Planet Terror og Death Proof, sem eiga það ekkert sameiginlegt nema kvikmyndastílinn.

Persónulega finnst mér þetta fáránlegt. Dreifingaraðilar ættu að skammast sín á þessu því að þeir eru að eyðileggja stemninguna sem leikstjórarnir vildu að maður ætti að upplifa við áhorf á þessum myndum. Þetta er ekkert nema skíta-trikk til að græða 900 krónum meira en þeir myndu annars.