Hæ, ég setti þetta líka inn á /fræga fólkið, en ákvað að dreifa því víðar til að auka möguleikana.

Mig vantar hjálp með tvo bandaríska leikara. Þeir hafa báðir komið til mín í draumi, en ég hef ekki hugmynd um hvað þeir heita eða í hvaða myndum ég hef séð þá. Mig langar alveg rosalega að vita hverjir þetta eru og ef einhver kannast við útlitslýsingarnar hér á eftir þá tek ég fegin á móti svörum! En þetta eru því miður ekkert alltof nákvæmar lýsingar, vildi að ég gæti teiknað þá upp :)

Annar er ljóshærður/ljósskolhærður og bláeygður, ég giska á að hann sé í kringum fertugt núna, hann er með frekar oddmjótt nef, en nefið sjálf er ekkert voðalega mjótt. Þegar hann brosir brosir hann mikið með augunum og jafnvel brosir hann aðeins meira út í annað munnvikið. Mér finnst ég endilega hafa séð hann í einhverri bíómynd þar sem hann var í svörtum jakkafötum. Hann er bara ágætlega vaxinn, ekkert mjög grannur en samt ekki mikill um sig, bara svona meðal og það myndu örugglega margir telja hann myndarlegan. Það er einhver þokki yfir honum þegar hann brosir. Kjálkabeinin hans eru frekar flott minnir mig, það mótar vel fyrir þeim.

Hinn er dökkhærður, ég held hann sé með blá augu og þau virðast liggja svolítið djúpt í höfðinu. Hann er með dökkar augabrúnir, líklega um fertugt eða á fertugsaldri. Vaxinn í meðallagi. Lék einhvern tímann mann sem var svona útúr, hann virtist einhvern veginn lítill í sér og gæti jafnvel hafa verið hálffélagsfælinn. Ég man líka eftir honum í dökkum fötum, samt ekki sparifötum, svona hversdags bara. En í þessari mynd var svipurinn á honum voðalega stífur eitthvað og það var eins og hann væri hræddur eða smeykur við eitthvað.

Þeir eru hvorugir mjög frægir, samt alls ekkert “óþekktir”, það eru örugglega margir sem kannast við þá og meðalmannsekjan hefur sjálfsagt séð hvorn um sig í 1-2 myndum.


Bætt við 26. mars 2007 - 11:55
Ég er búin að finna annan þeir og heitir hann Oz Perkins. Ég verð að viðurkenna að hann er myndarlegri en mig minnti :)