Og þá á ég ekki við að hann hefði átt að fá styttuna svona af því að hann hefur ekki fengið hana fyrir hlutverk áður og að hann ætti að fá hana þökk sé fornri frægð…

Þetta segi ég af því að, eftir að hafa horft á The Last King of Scotland og Venus, þá sé ég það betur en ég sé á úrið mitt að Pétur var betri.

Báðir voru í krefjandi hlutverki og báðir stóðu þeir sig með miklum sóma… En Whittaker komst þó hvergi nálægt því að stöðva tímann með augnaráðinu einu. Hann er óhugnalegur, elskulegur og berskjaldaður sem gamall og gleymdur leikari sem er að upplifa endalok lífs síns. Það er svo þægilegt að tengjast persónunni og jafnvel finna það sem hún finnur. Að sjálfsögðu má að hluta til þakka frábæru handriti fyrir þetta, en Peter O'Toole fer þó með þetta hlutverk eins og enginn annar hefur gert.

Ég geri mér grein fyrir því að ekki allir eru sammála mér… En ég verð að segja það, Peter O'Toole átti að fá styttuna eftirsóttu… En að sjálfsögðu má ekkert taka frá Whittaker sem stóð sig með miklum sóma.