Ég var svo heppinn að detta niðrá þessa mynd áðan. Þegar ég fór svo að skoða hulstrið kemur í ljós að það eru 2 útgáfur af myndinni sem hægt er að velja:

Hlið A: Hollywood útgáfan, 97 mín (sú sem var gefin út)
Hlið B: Breska útgáfan, 99 mín (nýlega útgefin).

Þetta er útgáfa frá Sam-Myndböndum. Er einhver hérna sem hefur séð þessa mynd og á kannski þessa útgáfu, og getur mælt með hvorri útgáfunni ég á að horfa á?
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.