Sæl, ég var að fá svona “kvikmynda-flashback” núna rétt í þessu. Myndin sem ég er að leita að er mjög trúlega frá 97' - 00' tímabilinu því mig minnir að ég hafi verið á þeim aldri þegar ég sá myndina í fyrsta skipti.

Þessi mynd er semsagt um vandræðaungling (aðalhlutverk)sem er á aldrinum 15 - 18 og hann gengur í einhver týpískan skóla í Bandaríkjunum. Byrjunaratriðið er minnir mig þegar litli bróðir unglingsins læðist inní herbergið hans sem er taggað með alls kyns miðum (Do not enter, háspenna lífshætta dæmi) og hann labbar á einhvern laser tripwire sem stóri bróðir er búinn að boobytrappa í herberginu sínu.

Plot myndarinnar er þegar unglingurinn fer í skólann og hryðjuverkamenn ráðast á skólahúsið og taka starfsfólk og nemendur í gíslíngu. Unglingurinn sleppur og nýtir sér hrekkjabragða / gadget kunnáttu + alls kyns skróp -og flóttaleiðir innan veggja skólans til að komast undan hryðjuverkamönnunum (sem eru btw fully body armored soldier type gaurar vopnaðir semi automatic vélbyssum ofl) og fokka í þeim.

Hann byrjar að boobytrappa allt til helvítis ofl. skemmtilegt. Þetta er alls ekki neitt fræg mynd og mig minnir sterklega að aðalleikarinn (vandræðaunglingurinn) hafi ekki verið neinn frægur heldur. Ég vona bara að einhver muni eftir þessari mynd því hún er glettilega góð.


Genre myndarinnar er svona … Unglingastyle Die Hard dæmi með kómedísku ívafi þar sem eru notaðar boobytraps og hrekkjabrögð í staðinn fyrir það að andstæðinguinn er skotinn í spað eða sprengdur.

Minnisstæðar senur til að hjálpa við að rifja upp eru t.d þegar unglingurinn er að skríða gegnum ventilation shafts og fara í gegnum allskonar leynigöng milli kennslustofa til að sleppa undan hryðjuverkamönnunum, þegar hann er uppi á þaki að reyna að fixa einhverja talstöð sem hann náði af einum vonda kallinum minnir mig.


Með fyrirfram þökkum og von um nafn á þessari frábæru mynd.