Ég fór í Pennann í Kringlunni um daginn og rakst á þetta skemmtilega DVD safn sem inniheldur marga þætti um Seinni heimsstyrjöldina. Grunar að þetta sé samansafn á þáttum frá Discovery channel eða e-ð álíka.. Safnið kostaði í Pennanum tæpar 20.000 krónur og mig langaði að athuga hvort einhver hér vissi hvort hægt sé að fá þetta ódýrara einhversstaðar annarsstaðar?
Ég hef hvergi séð þetta nema þarna í Pennanum (hef reyndar ekki verið að leita e-ð) ..
Allar upplýsingar væru vel þegnar, er að pæla í að gefa þetta í gjöf :)