Ég býst ekki við að neinn geti hjálpað mér með þetta útaf því að ég man ekki mikið úr þessari mynd en ég ætla nú samt að spyrja.

Þetta er einhverskonar hermynd, í einu atriðinu er aðalgaurinn að hlaupa að einhverri þyrlu sem er að lenda til að “picka hann up” í miðju rjóðri og hann tekur eftir að það eru gaurar að fela sig í runnunum, þetta er semsagt einhver fyrirsát eða eitthvað shit. Hann hrópar og kallar í þyrlugaurana um að þetta sem fyrirsát og þeir hætta við að lenda og fljúga í burtu en aðalgaurinn nær að grípa í eina stöngina undir þyrlunni og þyrlan flýgur í burtu, en fyrirsátugaurarnir skjóta á fullu á aðalgaurinn og margar kúlur fara í bakið á honum og ég sá aldrei endann því að pabbi slökkti á sjónvarpinu því ég var smá polli þegar ég var að horfa á þetta og klukkan var orðin margt.

Jæja .. einhver sem veit hvaða mynd þetta er? :D
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?