Í fjölmörg ár hafa kvikmyndakosningar og verðlaun úti í hinum stóra heimi verið ráðin af stofnunum, þar sem helstu kjósendur eru fræðimenn eða einstaklingar sem hafa átt sína eigin hagsmuni að gæta og/eða eru úr takti við kvikmyndasmekk almennings.

Topp5.is ætlar því héðan í frá að bjóða lesendum sínum upp á árlega netkosningu, þar sem þeir geta sjálfir valið bestu myndir ársins í sex kvikmyndaflokkum. Stjórnendur Topp5.is hafa valið tíu spennumyndir, tíu dramamyndir, tíu gamanmyndir, fimm hrollvekjur, fimm íslenskar myndir og fimm teiknimyndir í forval. Þær myndir sem falla undir forval eru þær myndir sem voru frumsýndar á Íslandi í almennum sýningum (ekki kvikmyndahátíðir) á tímabilinu 31. desember ‘05 til 31. desember ’06.

Úrvinnsla atkvæða virkar þannig að í staðinn fyrir að bera saman atkvæðafjölda hverrar myndar fyrir sig, er úrslitin ákvörðuð útfrá hlutfallinu á milli fjölda þeirra sem völdu myndina sem sigurvegara á móti þeim sem sáu hana. Ef mynd A fær til dæmis 200 atkvæði frá þeim 500 sem hafa séð hana, en mynd B hefur 50 atkvæði af 100 áhorfum, vinnur mynd B.

Fimm heppnir þátttakendur fá veglega vinninga:
1x iPod Shuffle frá Apple á Íslandi
1x 10 þúsund kr inneign fá Nexus
3x Fimm frímyndir í Grensásvideo


Topp5.is
The Anonymous Donor