The Game (1997) Þetta er uppáhalds myndin mín og mæli vel með henni.

Michael Douglas, Sean Penn, James Rebhorn, Deborah Kara Unger, Peter Donat, Carrol Baker og Arminn Mueller-Stahl

Myndin fjallar um Nicholas Van Orton(Michael Douglas) sem er vansæll kaupsúslumaður fær gjöf frá bróður sínum Conrad(Sean Penn) um ‘'leik’' sem mun breyta lífi hans. Hann nennir ekki að taka þátt í þessari vitleysu en hringir samt í númer sem er á blaðinu og honum er vísað að koma á skrifstofu fyrirtækisins, hann kemur og fer í próf sem er um hann og allt sem tengist honum sem tekur nokkrar klukkustundir. Þegar því líkur er sagt honum að ‘'leikurinn’' er byrjaður. Hann fer heim til sín og allt er venjulegt þangað til að skrítnir hlutir fara að gerast og á veitingastað sem hann fer á hellir þjónustukonan(Christine) á hann súpu, hann verður reiður en eltir hana og spyr afhverju hún gerði þetta. Hún segjir að einhver maður hafi borgað henni mikinn pening til að gera þetta. Hann labbar aftur að borðinu sínu en er vísað á annað borð hann sest niður og þjónn kemur til hanns lætur hann fá einhvern reikning og labbar hratt í burtu. Á reikningnum stendur,''follow the girl''. Hann skilur ekkert í þessu en hleypur eftir henni.
hann nær henni og ætlar að tala við hana þegar maður fyrir framan þau dettur niður og hún hringir á sjúkrabíl. Sjúkrabíllinn kemur og þau fara í hann. En svo fara allir úr honum á ákveðnum stað og þau Nicholas opna hurðina á bílnum og sér að þau eru í bílakjallara þau finna lyftu upp og þá eru þau í höfuðstöðvum fyrirtækisins sem hann fórtil í byrjun. Þau labba um en svo fer bjalla á og þau hlaupa í burtu…

Hann lendir í allskonar vitleysu en ég ætla ekki að segja meir.

Þetta var ein af fyrstu greinunum mínum svo plís engan kjaft takk fyrir mig og endilega bendið mér á stafsetningavillum…