Fór bara að spá í þessu útaf greininni um bestu myndirnar hans. Maðurinn var auðvitað þvílíkur snillingur að erfitt er að muna eftir fimm slöppum myndum eftir hann.

Ég myndi segja að Topaz væri slappasta mynd hans, síðan Family Plot, Marnie og Torn Curtain. Ég man bara ekki eftir einni í viðbót sem verðskuldar að vera á þessum lista!

Allt eru þetta myndir frá síðasta hluta ferils hans, þannig að það er því miður ekki hægt að segja að kallinn hafi “hætt á toppnum”.

En hann gerði þó eina ágæta og um margt merkilega mynd á þessum tíma, Frenzy. Hún hefði átt að vera hans síðasta verk, það hefði á margan hátt verið ákaflega viðeigandi.

Eða hvað finnst ykkur?
_______________________