getur einhver hjálpað mér að finna út hvaða mynd ég er að tala um.

Þetta er mynd frá svona 1980-88, mig minnir að aðalleikarinn heiti eitthvað Christian, á www.imdb.com þá er myndin af honum með rauðum bakgrunni og hann er með bláa derhúfu held ég.
en meira um myndina, þá er þessi strákur með útvarpsstöð heima hjá sér og allir eru á móti þessari útvarpsstöð. En enginn veit að hann sé með hana nema ein stelpa sem er með honum í skóla.

Það eru margir sem að hringja í hann í þessari stöð og tala um eitthvað sem þeim liggur á hjarta, og einu sinni hringir einn strákur og segist þurfa hjálp, að hann sé að fara að fremja sjálfsmorð, en strákurinn með útvarpsstöðina trúir honum ekki, og svo daginn eftir fréttir hann að strákurinn hafi framið sjálfsmorð. Þeir voru í sama skóla.

Svo man ég eftir endaatriðinu þar sem að lögreglan reynir að hafa uppá gaurnum með útvarpsstöðina og hann setti einhvern sendi sem hægt er að rekja hvar hann væri í eitthvað annað hús og svo er hann og stelpan(sem er svarthærð og svolítið dökk öll(samt ekki goth, eða kanski)) að flýja á einhverjum bíl. Jeppa, kanski wrangler.

jáá kanski skiljið þið þetta ekki, svolítið skrítið sagt frá en vissi ekki hvernig ég ætti að segja þetta;P

een veit einhver hvaða mynd þetta er?;D
Aldrei vera of bjartsýnn og þá verðuru