Ég sá í mogganum lista yfir 10 verstu jólamyndir allra tíma samkvæmt einhverjum 300 gagnrýnendum og ég verð að segja að þessi listi var rugl.

Í sjötta eða sjöunda sæti var Miracle on 34th Street. Það eru nú til einhverjar fjórar, fimm myndir undir því nafni en ég ætla rétt að vona að þeir séu ekki að tala um oringinallinn.

Í eitthvað um fjórða sæti var Home Alone. Þessi mynd á ekki skilið að vera þarna. Þetta er skrambi góð mynd og synd að hún sé þarna en ekkert af framhöldunum sem flest gerast á jólunum.

Christmas Vacation var í 2-3 sæti. Þessi mynd er ekki bara að mínu mati heldur mjög margra annara ekki bara frábær jólamynd heldur mjög góð grínmynd. Þessi mynd var á listanum en EKKI CV 2 sem er endalaust sinnum verri.

Fyrsta Santa Clause myndin var líka þar. Afhverju ekki Nr. 3 segi ég þar sem ég hef heyrt hræðilega hluti af henni.

Margt á þessum lista var OK en það hljóta einhverjir hérna að vera sammála mér um að vera ósammála… ÞESSU *bendir “upp”*