Mér finnst að það ætti að setja meira sem undiráhugamál hjá /kvikmyndir. Það er eitt, DVD. Kvikmyndir eru ekki bara DVD, það ætti ekki að vera neitt DVD heldur að ræða um kvikmyndirnar sjálfar. T.d. hafa spennumyndaflokk, drama, klassík og svo framvegis.
DVD ætti meira að vera í ‘Tölvur og tækni’ heldur en kvikmyndir næstum því. Þetta áhugamál ætti að heita meira eitthvað sem tengist kvikmyndum ekki bara DVD og það er líka eina áhugamálið undir Kvikmyndir. Afhverju þá ekki að hafa VHS líka? Þótt að VHS sé orðið dáldið úrelt þá horfir fólk ennþá á það og það á jafn mikinn rétt á að vera áhugmál og DVD. Annars ætti bara að sleppa því að hafa eitthvað DVD og hafa bara Kvikmyndir sem væri miklu einfaldara og meikaði miklu meira séns því að það lýtur út fyrir það að DVD sé eina áhugamálið sem tengist Kvikmyndum.