Clint Eastwood fékk verðlaun fyrir kvikmynd sína Letters from Iwo Jima, japönsku útgáfuna af Flags Of Our Fathers. Það voru kvikmyndagagnrýnendurnir hjá National Board of Review sem útnefndu Letters from Iwo Jima þá bestu.

“Letters from Iwo Jima er að öllum líkindum meistaraverk Eastwoods og mögulega ein af bestu kvikmyndum allra tíma,” sagði forseti NBR, Annie Schulhof.

Letters from Iwo Jima verður frumsýnd þann 20. desember í Bandaríkjunum og verður forvitnilegt að sjá hvernig henni mun ganga þar en hún er öll á japönsku. Myndin verður sýnd 9. desember í Japan.

Flags Of Our Fathers var frumsýnd í október í Bandaríkjunum og hefur fengið góða dóma hjá gagnrýnendum þar í landi.

Einnig fengu verðlaun Helen Mirren fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Queen, og einnig Forest Whitaker fyrir The Last King of Scotland.

Martin Scorsese var útnefndur besti leikstjórinn fyrir myndina The Departed.

Eru þessi verðlaun þau fyrstu á komandi verðlaunahátíðum sem fara að hefjast og gefa ágætis vísbendingu fyrir um hvaða myndir og hvaða leikarar munu standa upp úr.
Lífið gengur út á að vera númer 1, ekki númer 2.