Fyrir mér var Mýrin nákvæmlega eins og ég hafði hugsað mér þegar ég las bókina. Stundum var ég bara hræddur því myndirnar voru stundum svo hrikalega líkar mínum hugmyndum. Þessi mynd fær 100 plúsa og einn mínus. Sem er að sjálfsögðu frábært. 50% af plúsunum fær tónlistin. Hún var svo falleg að ég var með gæsahúð allann tímann. Frábært stef sem gekk yfir alla myndina. 30% af plúsunum fá leikararnir. Ingvar lék afar raunverulega og Kristbjörg Keld grét dásamlega vel. Aðrir leikarar voru einnig mjög fínir. Restin af plúsunum fer í útlit og myndatöku. Í myndinni sér maður oft Reykjavík í sínum ýmsu myndum, bæði fallegum og ljótum. Sniðugt að leifa Esjunni að njóta sín svona vel. Íslenskt landslag er líka áberandi.
Þessi litli mínus sem eftir er fá leikararnir og það er vegna þess að maður sér stundum að þeir eru að leika. Þegar þeir fara með texta, heyrir maður áhrif frá leikhúsinu og það er alveg eðlilegt því flestir af þessum leikurum hafa verið mikið í leikhúsi. Þetta eyðileggur samt ekki mikið fyrir. Í raun má segja að allar íslenskar myndir séu svona og er þetta því einfaldlega íslenskur stíll sem við verðum bara að sætta okkur við.
Ekkert er fullkomið en Mýrin kemst mjög nálægt því.