Hver man ekki eftir árunum sem maður poppaði og keypti kók á laugardögum, bara til þess að njóta Fóstbræðra almennilega. Ég man svo sannarlega eftir því þegar ég var 4 eða 5 ára og öll fjöskyldan fór í sófan til að horfa á Fóstbræður….Og við gátum ekki gert annað en að taka þá upp. Nú er 1,2,3 o.s.frv sería á spólu eitthverstaðar upp á háalofti í ömurlegum gæðum. Svo er video-tækið gamla…ÓNÝTT.

Nú hef ég og margir kunningjar mínir farnir að tala um að sjá allar Fóstbræðrar seríurnar á DVD í svona pakka (eins og t.d The Simpsons, Family Guy og Friends.

Flottast væri að hafa allar seríurnar í einum pakka. Þá væri hægt að bæta hljóð og myndgæði, hafa comentary (eða hvernig sem það er skrifað) frá t.d Jóni Gnarr, Sigurjóni Kjartansyni og Þorsteini Guðmundssyni. Svo kannski einn aukadisk með “Behind the Scenes” ef það eru eitthverjar myndatökur þar eða bara viðtöl um Fóstbræður.

Hver er sammála mér með þetta og vill reyna að gera eitthvað í þessu?
Spliff, Donk og Gengja á aðeins 9999 krónur!