Ég sá Daredevil eitt sinn, fannst hún ekkert spes. Bardagatriðin léleg og vantaði svo margt í hana. Svo heyrði ég að Daredevil: Director's Cut ætti að vera alveg miklu betri mynd en sú upprunalega.
Ég fór á imdb.com og sá nokkur review sem hétu nafni eins og “Daredevil: Awful. Director's Cut: Brilliant” og eitthvað þannig.
Svo ég keypti mér þessa mynd og viti menn: Hún var bara bráðskemmtileg.
Öll hin mörgu plot holes í upprunalegu útgáfunni eru útskýrð í þessari 30 min. lengri útgáfu myndarinnar. Mörg betri atriði. Betri bardagar, betra grín, svarlari Bullseye, meira karakter devolopment og heil morðgátu side-story sem tengist aðalsögu myndarinnar of vel til að hafa verið klippt út til að byrja með.
Í aukaefninu sagði leikstjórinn einmitt hafa gefið út þessa útgáfu því honum fanns óþolandi að vita að gagnrýnendur hafi haft rétt fyrir sér með galla myndarinnar sem flest allir eru komnir af þeirri ástæðu að hann þurfti að halda henni undir tveimur tímum.
Svo: Ef ykkur fannst Daredevil myndin léleg endilega kíkið á hana þessa og breytið skoðun ykkar.
****/*****