Ég sá fyrir nokkrum árum mynd sem ég get hreinlega man ekki nafnið á.. Svo ég leita til ykkar..

Plot-ið var eitthvað á þessa leið:
Maður (aldur: 25 - 35) lendir í bílslysi og deyr. Í stað þess að fara til himna fer hann í einhverskonar forstig þar sem skorið var úr um hverjir færu til himna og hverjir færu aftur til jarðar (endurfæðast).
Þarna fór fram einhverskonar réttarhöld þar sem sýndar voru klippur úr ævi mannsins og dómari sá um að ákveða hvort hann kæmist til himna eða ekki..
Í myndinni var kona sem maðurinn varð ofsalega ástfanginn af og hann komst að því að hún hafði verið jóhanna af örk (eða einhver ámóta kvenskörungur) í fyrra lífi..

Man einhver hvað hún heitir?

Mig minnir að leikarinn sem lék karlinn hafi verið svona Semi-þekktur leikari..

GIS

Bætt við 16. september 2006 - 10:32
Afsakið slappt orðalag .. er hálfsofandi.. :)