Ég var að koma af myndinni A.I.: Artificial Intelligence fyrir svona fjörtíu mínútum og ég ætla að deila með ykkur “reynslu” minni af henni.


Mjög góð mynd.


Spilar létt á tilfinningarnar. Vel leikin. Flott. Nær þessum “otherworld” fíling vel, svona “darkside” fílingur oft í henni.

Hún vekur upp siðferðislegar spurningar og fær mann til að hugsa um margt.

Ég veit ekki með endinn, mér leiddist ekkert eins og bíómeðlyndismanni mínum, sem fanst hún langdregin. Ég sagði að flestar virkilega góðar myndir væru langar með Braveheart í huga. Persónulega finnst mér sjaldan sem aldrei myndir langdregnar. Mér finst það vera aumingjaskapur/ veikleiki að geta ekki horft á kvikmynd án þess að þurfa sjá sprengingu/brjóst á 30 mínúta fresti. En nóg um það, snúum okkur aftur að myndinni.

Já, þetta var mjög góð og áhugaverð kvikmynd sem má segja byggist á vélrænum gosa með heimspekilegum pælingum. Þetta er mynd sem er sæt og grimm á sama tíma.

Einfaldlega: AI er mynd sem þú verður að sjá.

8/10
Mortal men doomed to die!