fyrir nokkrum árum horfði ég á mynd, man ekki mikið úr henni en þó eitthvað. Í hvert skipti sem ég segi fólki frá þessari mynd þá setur það upp skrítna svipi og halda að ég sé bara að dreyma þessa mynd, en þetta er alvöru mynd haha!

En alla vega ég er viss um að þetta sé áströlsk mynd (konan sem leikur Lyn í nágrönnum kemur í einu atriði, sem gjaldkeri í banka)
Alla vega myndin er um mæðgur, konan er ekkja, maður hennar var rokk söngvari og á tónleikum að spila (útitónleikar) og það kemur rigning og allt í bál og brand og hann fær raflost eða eitthvað og lætur lífið. Litla dóttir þeirra (sem ég man ekki hvað heitir, minnir að myndin heitir því nafni) var vitni og sá þetta allt gerast, var vitni að dauða föður síns. Hún verður bara mállaus í kjölfarið, segir ekkert og eins og hún heyri ekkert. þær mæðgur flytja einhvert og strákurinn í næsta húsi (talinn vera fíkill eða eitthvað, man ekki hvort það kom eitthvað fram) já sá strákur var altaf að spila á gítar og tekur eftir að litla stelpan heyri hvað hann spilar og svoleiðis og reynir að segja konunni frá því en hún bara brjálast… hún heyrir bara þegar fólk syngur, það næst bara til hennar þegar fólk syngur…

meira man ég ekki!!

veit EINHVER hvaða mynd þetta er??!!?
Ofurhugi og ofurmamma