Já, var hérna að ljúka við að horfa á þessa mynd..

Frá árinu 2002 og leikstjóri er Peter Care.

Hún er svolítið spes.. Ég náði ekki alveg byrjuninni.. það voru liðnar svona 20 mín þegar ég byrjaði að horfa..
Hún er um þennan strák, Francis Doyle (Emile Hirsch) og nokkra vini hans, m.a. Tim Sullivan (Kieran Culkin) sem eru nemar í kaþólskum skóla og þeir eru þessir týpísku skólastrákar.. þeir eru í stöðugum útistöðum við eina nunnuna..
Tim dettur í hug allskyns hlutir til þess að hrekkja þessa ákveðnu nunnu en Francis er kannski aðeins rólegri og teiknar mikið myndir og svoleiðis í möppu sem hann er alltaf með á sér.
Þegar á líður á myndina kynnist Francis Margie Flynn (Jena Malone)..

Ég er ekki alveg viss á því hvað þau eiga að vera gömul.. myndi halda svona 13-14 ára en ég er bara alltaf að reka mig í það að ég held að allir séu yngir en þeir eru í þessum myndum. Svo að ég ætla ekki að álykta neitt.

En, myndin er allavegana mjög spes, frekar góð að mínu mati og skilur eitthvað aðeins eftir sig..
Ég ætla samt ekki að dæma leik krakkanna í þessari mynd enda er ég svo lítið klár í því öllu.

Ég vona að þetta hafi verið allt í lagi.. þetta er fyrsta greinin mín hérna.. Endilega segja mér hvað má bæta og svona..
en engin skítköst þakka ykkur kærlega fyrir.