Þegar litlir framleiðendur fara að gera litlar illa gerðar og illa leiknar myndir þá er ég mjög glaður. Ég held að mynd þurfi ekki að vera rosalega vel gerð til að vera góð. Hún þarf ekki að taka 200 daga í myndun eða kosta margar milljónir. Lélegar myndir eru stundum þær bestu. Lélegar geimmyndir sem leikstjórinn, hvað hét hann… Ed Wood minnir mig gerði voru stundum alveg frábærar. Fjölskyldumyndirnar sem eru sýndar á föstudögum á stöð 2 geta alveg verið upp á þrjá popppoka. Sérstaklega þegar þrettán ára strákar eru í þeim og það er um íþróttir. Í gær (þessi grein er skrifuð á laugardegi) var ein mynd um East Appletown og West Appletown sem kepptu um Apple styttuna eða eitthvað, og það var þannig að sá bær sem vann fleirri íþróttir fékk styttuna. Auðvitað var aldurinn 13 ára strákar. Stöð tvö hafði líka verið að sýna Air Bud þar sem þrettán ára strákar keppa í íþróttum. Svo eru það sumar myndir sem eiga að vera huge en verða stundum flopp og gagnrýnendur fara alveg hamförum en eru samt fínar. Godzilla var gagnrýnd mjög en mér fannst hún topp mynd. Það sem ég er að segja með þessu er “God bless bad filmaking”.