Ég hef verið að hanga svolítið á YouTube uppá síðkastið og hef komist að því að þar eru þeir með ógrynni af klippum úr bíómyndum. Ég er búinn að safna saman nokkrum atriðum sem mér finnst vera mjög eftirminnileg og núna átt þú að fara á youtube og finna þín uppáhaldsatriði, það er ef þau eru þar. Hér koma mín:

“Wormhole” atriðið í 2001: A Space Odyssey er líklega mesta snilld sem birst hefur á skjánum, þeir sem ekki hafa séð hana fá hér smá sýnishorn:

http://www.youtube.com/watch?v=DJ0MvjzeLIs

Endirinn á Schindler's List toppar flesta:

http://www.youtube.com/watch?v=I63zkTwKoWU

Tvö atriði úr Apocalypse Now eru hátt á listanum mínum en það er ræðan hans Col. Kurtz sem er þvílíkur gullmoli að orð fá ekki lýst, það vantar smá í byrjunina sem er eftirfarandi“'ve seen horrors… horrors that you've seen”:

http://www.youtube.com/watch?v=TXmqeR_facY

“Because it's judgment that defeats us.”

Einnig er atriðið þar sem þeir fara á þyrlunum og ráðast á þorpið alveg magnaður andskoti, spila Ride of the Valkyries eftir Wagner undir:

http://www.youtube.com/watch?v=awVeBrJKl8w

Samuel L. Jackson í Pulp Fiction:

http://www.youtube.com/watch?v=czb4jn5y94g

Enn ein ræðan en ræðan hans Robert Shaw í Jaws er flott:

http://www.youtube.com/watch?v=ZB8AoAn48Pc

Fyrstu mínúturnar í A Clocowork Orange (það eru barsmíðar í þessari klippu):

http://www.youtube.com/watch?v=pAnbVpU6Mg8

Þar fenguð þið smjörþefinn af A Clockwork Orange það er þið sem ekki hafið séð hana. Þetta er eitthvað, ég er örugglega að gleyma einhverju. Læt þetta duga í bili. Your turn, það þarf bara að leita vel. T.d. getur verið betra að skrifa t.d. bara “shawshank” í staðinn fyrir “shawshank redemption”.