Ég nennti ekki lengur að bíða eftir að þessi mynd kæmi á leigurnar svo ég fór bara í Elko og keypti hana. Og ég sé ekki eftir því. Þessi mynd kemur mjög á óvart. En þetta þetta er annað framhaldið af Final Destonation sem kom 2000. Söguþráðurinn er mjög einfaldur eins og alltaf. Einhverjir krakkar sem áttu að deyja en dóu ekki en deyja samt (gaman já) þó í FD2 var aðeins breytt og haft fólk sem var ekki bara graðir táningar. Það sem er skemmtilegast við myndirnar eru dauðarnir sem gerast við hvaða aðstæður sem er sem á víst að gera okkur hrædd(ari) við daglega hluti eins og skilti. Það skemmtilega við FD samt að við fáum alltaf að sjá alla deyja… tvisvar :D

Í FD seríunni eru samt alltaf einhverjar “reglur”. Í FD var það bara að bjarga hvort öðru til að sleppa.
Í FD2 var það að koma inn lífi sem átti ekki að koma í heimin. S.s að fæða eða eitthvað.
Í FD3 var Ian með kenningu um að ef sá síðasti í röðinni myndi deyja þá ættu hinir að bjargast (en í FD2 reyndi Eugene að drepa sig áður en hann átti að deyja og það tókst ekki en hann reyndi samt að skjóta sig 6 sinnum en öll skotin voru “blank”)

Það sem pirraði mig svoldið við FD3 er að það var eiginlega bara tvöfaldur dauði/dauði/hugs/dauði/ hugs/dauði/showdown. Það trúði þeim engin og það gerði það svoldið pirrandi að hafa þau 2 bara reyna tala við alla sem dóu síðan 5 sek seinna. En það er ekkert mikilháttar. Uppáhaldspersónan mín var Ian því hann var bara svo eitthvað skemmtilegur.

Flottasti dauðaatriðið að mínu mati var Erin (naglafés) og það hefði bara verið magnaðra ef Ian og Erin hefði verið systkini eða eitthvað =D =D =D. Maður bjóst alltaf við hinum.

Endirinn var mjög böggandi =/

En annars mjög góð mynd ef þið fílið Dead Teenager Movies. Svoldið fyrirsjáanleg samt en hei, hvað er það ekki nú til dags?
Let me in, I’ll bury the pain