Ég var rétt um það bil að komast að því að það sé að fara koma enn ein Higlander mynd, ég meina ætlar sumt fólk ekki að láta þessar aumingjalegu myndir í friði??
Rúmorinn er að einhver Adrian Paul sé að fara að taka aðalhlutverkið að sér vegna þess að hinn gaurinn( ég held að hann heiti Lambert eitthvað) dó í síðustu mynd. Einhvað veit ég lítið um það því að ég hef aðeins séð mynd númer 1( og ég er stoltur af því) og mig langar ekkert til þess að sjá fleiri myndir í þessari seríu( allar hinar myndirnar eru sagðar vera hið argasta rusl ). Og einnig er sagt að þessi Lambert ætli að taka að sér lítið hlutverk( líklega einhver annar karakter en hann var í fyrri myndunum), myndin á víst að heita Highlander 5: The Source.
Ætli myndin fari beint á video eða nái rétt svo að komast í bíósali landsins?

PS. við skulum vona að þessi Highlander sería verði ekki jafn löng og Bond myndirnar eru orðnar.